VASAR – VASES

Að vera meðvitaður um mikilvægi þess að varðveita jörðina er að verða hluti af okkar daglegu lífi, núna meira en nokkru sinni fyrr. Endurvinnsla er í raun ómissandi hluti af grænu umhverfi. Þú hugsar kanski ekki um leir sem endurunnið efni, reyndar eru endurunnin leir að verða nýtt listrænt form sem tákn um vistfræðilega vitund. Endurvinna leir er ekki það mest spennandi fyrir leirlistamann, en það er nauðsynlegt. Við endum öll með leirafganga, þegar við vinnum með leir. Ég endurvinn allan minn leir og fæ leir frá öðrum kermikhönnuðum til að endurvinna. Til að endurvinna leir þarf gott kerfi á vinnustofunni, það þarf að finna leið til að koma öllum leirnum í rétt rakastig svo hægt sé að nota hann aftur. Frá söfnun, þar sem leirinn er þurrkaður, síðan bleittur upp, drullan svo sett á gifsplötur þar til hann verður mátulega þurr til að geta hnoðað hann í nothæfan leir.

Þessir vasar eru unnir undir áhrifum endurunnins leirs, formin, áferðin og liturinn. 

Meðan á endurvinnslu stendur myndast allskonar skrítinn form í leirdrullunni, litlar hæðir eða fjallstrýtur sem umbreytast í landslag. Vasarnir eru blanda af hvítum, svörtum og gráum leir, misgrófum. Formið sjálft er rennt úr hvíta leirnum, yfirleitt klára ég að forma vasana með svarta og gráa leirnum, stundum klessi ég leirnum beint á vasana af gifsplötunni eða pennsla honum á eins og leirlit. Með því að glerja vasana með einum lit, hvítum möttum fær leirinn að njóta sín. Úr verður landslag af vösum úr endurvinnslutunnunni.

RECYCLING – CLAY – VASES AND BOWLS

Being aware of the importance of preserving the earth is becoming a part of our daily lives, now more than ever. Recycling is actually an essential part of a green environment. You may not think of clay as a recycled material, in fact, recycled clay is becoming a new art form as a symbol of ecological awareness. Recycling clay is not the most exciting thing for a ceramist, but it is necessary. We all end up with clay scraps when we work with clay. I recycle all my clay and get clay from other ceramists to recycle. To recycle clay you need a good system in the studio, you need to find a way to get all the clay to the right humidity so it can be used again. From collection, where the clay is dried, then soaked, the mud is then placed on plasterboards until it is dry enough to be kneaded into usable clay.

These vases are made under the influence of recycled clay, the shapes, the texture and the color.

During recycling, all kinds of strange shapes are formed in the mud, small hills or mountain ridges that transform into a landscape. The vases are a mixture of white, black and gray clay, mis rough. The form itself is throned with the white clay, usually I finish shaping the vases with the black and gray clay, sometimes I stick the clay directly onto the vases from the plasterboard or brush it on like engobe. By glazing the vases with one color, matt white, the clay gets to enjoy itself. The recycling bin becomes a landscape of vases and bowls.